Telma Lind Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að söðla um og semja við Breiðablik á nýjan leik í Dominos deild kvenna. Þetta var tilkynnt núna í hádeginu.

Telma samdi við uppeldisklúbb sinn Keflavík í sumar og lék 13 leiki fyrir tímabilið. Hún lék 12 mínútur í leik með liðinu og var með 2,2 stig að meðaltali í leik.

Breiðablik endurheimta því Telmu en hún lék með félaginu frá 2015 til síðasta tímabils 2018. Á síðustu leiktíð var hún með 9 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar í leik.

Samkvæmt Blikum verður Telma með liðinu í fyrsta leik ársins er liðið fær Stjörnuna í heimsókn kl 16:30.