Sigurganga Þórs hélt áfram þegar liðið lagði Hamar að velli í 12. umferð 1. deildar karla í körfubolta í leik sem fram fór í íþróttahöllinni lokatölur 107-93. Sigurinn í kvöld var áttundi sigur Þórs í röð.

Þegar Þór og Hamar mættust í Hveragerði fyrr í haust í leik sem lukkan var í liði Þórs sem hafði betur í framlengdum leik.

Lárus þjálfari Þórs átti von á hörkuleik og taldi fyrirfram að leikurinn yrði jafn og spennandi enda Hamar með hörkugott lið sem ekkert lið hefur efni á að vanmeta.

Gestirnir úr Hveragerði hófu leikinn af krafti og ljóst að þeir ætluðu að selja sig dýrt og láta leikinn frá í haust ekki endurtaka sig. Hamar náði forystu strax í leiknum og þegar um tvær mínútur lifðu af fyrsta leikhluta leiddu gestirnir með 11 stigum 15-26. En góður endasprettur Þórs síðustu tvær mínúturnar og 9-0 áhlaup og staðan þegar annar leikhlutinn hófst var 24-26.

Framan af öðrum höfðu gestirnir naumt forskot en Þórsarar náðu að jafna leikinn 39-39 á þegar um þrjár mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Rétt áður en flautað var til hálfleiks hafði Þór þriggja stiga forskot 49-46 setti Damir niður þriggja stiga flautukörfu og Þór fór inn í hálfleikinn með 6 stiga forskot 46-52.

Í fyrri hálfleik voru þeir Júlíus Orri og Larry Thomas stigahæstir þar sem Júlíus skoraði 14 stig og Larry 13.

Þórsliðið hóf síðari hálfleikinn af krafti og Larry setti strax niður þrist og áður en gestirnir náðu að svara setti Larry niður tvö stig til viðbótar og Þór komið með 11 stiga forskot 57-46. Eftir þetta náðu gestirnir aldrei að ógna heimamönnum sem hægt og bítandi gengu á lagið og náðu mest 14 stiga forskoti í leikhlutanum. Þór leiddi með 9 stigum þegar fjórði leikhlutinn hófst 78-69.

Það var engu líkara en gestirnir hafi orðið bensínlausir á lokakaflanum og heimamenn með Larry fremstan í flokki keyrðu af fullum þunga á gestina sem áttu engin svör við öflugum leik Þórs. Þannig náði Þór mest 23 stiga forystu 95-72 og engin spurning hvoru megin sigurinn lenti aðeins spurning um hvers stór hann yrði.

Þeir Júlíus Orri og Kolbeinn Fannar höfðu báðir fram til þessa fengið talsverðan spilatíma í leiknum. Á lokakaflanum gaf Lárus þeim Róbert Orra, Gunnari Auðunn og Sigurði Traustasyni mínútur og komust þeir allir vel frá sínu.

Allir leikmenn Þórs komust vel frá sínu en í kvöld lék engin betur en Larry Thomas hann var klárlega maður leiksins. Tölfræði hans var geggjuð, 36 stig, 11 fráköst, 7 stoðendingar 4 stolnir boltar og 46 í framlag. Damir var með 23 stig, Júlíus Orri 14 stig og 8 stoðsendingar, Ingvi Rafn 9 stig, Kolbeinn Fannar og Pálmi Geir 8 stig hvor, Bjarni Rúnar 5 stig og þeir Kristján Pétur og Gunnar Auðunn Jónsson 2 stig hvor. Þá komu þeir Róbert Orri og Sigurður Traustason við sögu en þeim tókst ekki að skora.

Hjá gestunum var Everage Lee Richardson stigahæstur með 21 Oddur Ólafsson 16, Bjartmar Halldórsson 12, Florijan Jovanov 10, Geir Elías 9, Marko Milekic 8 og þeir Dovydas Strasunkskas og Kristófer Gíslason 6 stig hvor og Mikael Rúnar 5.

Eftir sigurinn í kvöld er Þór sem fyrr á toppi deildarinnar nú með 22 stig eftir 11 umferðir en Fjölnir er í öðru sætinu með 18 stig einnig eftir 11 umferðir.

Myndaalbúm: Palli Jóh

Viðtal við Gunnar Auðunn Jónsson:

Viðtali við Lárus Jónsson: