Ragna Margrét Brynjarsdóttir vinnur nú að því að koma sér aftur á parketið en hún hefur mætt á æfingar hjá Stjörnunni síðustu misseri. Frá þessu er greint á Mbl.is í morgun. 

Höfuðhögg hafa haldið Rögnu Margréti frá leik síðan snemma ársins 2018 og ákvað hún að taka sér pásu frá boltanum í sumar. Hún hefur leikið með Stjörnunni síðustu ár og verið með liðinu síðustu vikur.

„Ég er að koma mér af stað aft­ur, hægt og ró­lega, og er far­in að vera með á æf­ing­um á nýj­an leik. Það er eitt­hvað í það að ég muni spila minn fyrsta leik en það kem­ur að því á end­an­um. Ég er alls ekki hætt og ég mun spila körfu­bolta á nýj­an leik, það er bara spurn­ing hvenær,“ sagði Ragna Margrét í samtali við mbl í gær.