Njarðvík tók á móti Vestra í 8 liða úrslitakeppni bikarsins í kvöld. Heimamenn eru eins og flestir vita efstir í úrvalsdeild á meðan Vestri er að berjast um sæti í úrslitakeppni 1. deildar.

Gestrirnir að Vestan stóðu í heimamönnum framan af leik. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20 – 16.

Þegar líða fór á annan leikhluta náðu Njarðvíkingar að búa til góða forystu og komust mest 18 stigum yfir. Njarðvíkingar skiptu um gír og voru mjög sannfærandi á köflum. Vestramenn náðu aðeins að kroppa í forystu heimamanna, staðan í hálfleik 50 – 36.

Njarðvíkingar byrjuðu þriðja leikhluta af miklum krafti og voru komnir 22 stigum yfir um miðjan leikhlutann. Nemanja Knezevic fékk tvær villur á fjórum mínútum leikhlutans og var þá samtals kominn með 4 villur. Hann var tekinn út af og það hafði ekki góð áhrif á leik gestanna. Staðan fyrir fjórða leikhluta 71 – 52.

Leikmenn Vestra komu grimmir inn í fjórða leikhluta og minnkuðu muninn niður í 14 stig fyrstu tvær mínúturnar. Heimamenn komu sér þá í gírinn og hleyptu Vestra ekki nær sér. Lokatölur 87 – 66.

Byrjunarlið:

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson, Jeb Ivey, Kristinn Pálsson, Maciek Baginski og Mario Matasovic.

Vestri: Ingimar Aron Baldursson, Jure Gunjina, Nebosja Knezevic, Nemanja Knezevic og Hugi Hallgrímsson.

Þáttaskil:

Annar leikhluti Njarðvíkinga var mjög sterkur, þeir slitu sig frá gestunum og bjuggu til forystu sem Vestri náði aldrei að vinna upp.

Tölfræðin lýgur ekki:

Heimamenn nýtu tíman vel þegar Nemanja var utan vallar og keyrðu inn í teiginn. 2 stiga hitni 46% – 38%

Hetjan:

Hjá Vestra var Nemanja Knezevic með 8 stig og 13 fráköst á tæpum 19 mínútum. Nebosja Knezevic skilaði 18 stigum og 10 fráköstum og Jure Gunjina skilaði 17 stigum og 9 fráköstum. Hjá Njarðvík var Elvar Már Friðriksson bestur með 21 í framlag á 20 mínútum. Stigaskorið dreifðist nokkuð en Jeb, Maciek , Mario og Jón Arnór áttu einnig mjög fínan leik.

Kjarninn:

Njarðvíkingar sem sitja á toppi úrvalsdeildarinnar áttu ágætan leik í kvöld og eru komnir í höllina í fyrsta sinn á langan tíma. Vestri sem er í hörku baráttu í 1. deildinni áttu fínan leik og geta alveg verið stoltir af sinni frammistöðu.

Tölfræði

Myndasafn

Viðtöl: