Sautján ár. Fjórir titlar. Tony Parker sneri aftur í San Antonio í fyrsta skipti síðan hann samdi við Charlotte Hornets síðasta sumar.

Það er óhætt að segja að Tony Parker hafi fengið alvöru móttökur í AT&T höllinni í nótt er félagar hans í Hornets unnu San Antonio Spurs 108-93.

Stuðningsfólk San Antonio kvaddi þar með síðasta riddarinn í þríekinu sem vann titlana fjóra en fyrr höfðu þeir Manu Ginobili og Tim Duncan lagt skónna á hilluna.

Sjón er sögu ríkari: