Lokamínúturnar í leik Tindastóls og Vals í gær voru hreint ótrúlegar. Valsarar sem höfðu leitt leikinn nánast allan lokasprettinn misstu forystuna frá sér með ótrúlegri jöfnunarkörfu Danero Thomas.

Þar með tryggði hann Tindastól framlengingu sem króksarar unnu. Lokastaðan í leiknum 97-94 þar sem sóknarfráköst Viðars Ágústssonar reyndust rándýr.

Hægt er að sjá þessa mögnuðu jöfnunarkörfu Danero Thomas líkt og allan leik Tindastóls og Vals hér að neðan. Myndbandið er frá Youtube síðu Tindastóls TV sem líkt og ávalt voru með frábæra útsendingu frá leiknum.

Karfan frá Danero kemur þegar 3,1 sekúnda er eftir af leiknum og er hann með mann í andlitinu. Meira má lesa um leikinn hér.