Indiana Pacers sigruðu Dallas Mavericks með 111 stigum gegn 99 í NBA deildinni í nótt. Eftir leikinn eru Pacers í þriðja sæti Austurdeildarinnar með 66.7% sigurhlutfall á meðan að Mavericks eru í þrettánda sæti vestursins með 44.4%.

Hérna eru fleiri úrslit næturinnar

Leikurinn næturinnar var ekki merkilegur sem slíkur, nema kannski fyrir þær sakir að í honum var verðandi nýliði ársins, slóveninn Luka Doncic, rekinn út úr húsi fyrir að sparka bolta upp í stúku. Við það fékk hann sína aðra tæknivillu í leiknum og þar með útilokun frá leiknum.

Doncic skilaði 8 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum á þeim rúmu 24 mínútum sem hann hafði spilað í leiknum. Batt hann því enda á nokkuð góða leikja hrinu hjá sér, en hann hafði skorað yfir 25 stig í fimm leiki í röð á undan þeim er fram fór í nótt.

Doncic rekinn út úr húsi: