Fyrr í kvöld lauk leik Keflavíkur og Njarðvíkur í Dominos deild karla. Leikurinn var æsispennandi og nokkur hiti í leiknum eins og við er að búast þegar þessi lið mætast.

Leikur kvöldsins var veisla fyrir augað. Elvar Már Friðriksson leiddi Njarðvík í fyrri hálfleik í 15 stiga forystu þegar liðin héldu til búningsklefa í hálfleik. Staðan 35-50 og Elvar með 21 stig í hálfleik.

Keflavík náði heldur betur að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik og úr varð háspennuleikur á lokaandartökunum. Að lokum fór svo að Njarðvík vann eftir ævintýralegar lokasóknir.

Eins og búast má við fögnuðu Njarðvíkingar sigrinum rækilega eftir að lokaflautið gall. Myndbrot af fagnaðarlátum þeirra inní klefa eftir leik má finna hér á neðan.