Sextán liða úrslit Eurocup hófst í kvöld þar sem 16 bestu liðin úr riðlakeppninni leika í fjórum fjögurra liða riðlum. Keppnin er gríðarlega sterk, líklega næststærsta deild evrópu fyrir utan Euroleague.

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru meðal 16 bestu liðanna í keppninni. Þeir mættu Monaco AS í kvöld. Alba var allan leikinn í bílstjórasætinu en þrátt fyrir tilraunir frakkana í lok leiks til að gera áhlaup stóðu þjóðverjarnir það af sér. Lokastaðan 83-74 fyrir Alba Berlín.

Martin var öflugur í leiknum og endaði með 11 stig, 6 fráköst á 22 mínútum rúmum, auk þess að fiska fjórar villur. Martin var í byrjunarliðinu að vanda.

Næsti leikur Alba fer fram eftir viku en þá mætir liðið Partizan þann 9. janúar.