Alba Berlín heldur í við Bayern Munchen við topp þýsku úrvalsdeildarinnar með sigri á Basket Oldenburg.

Leikurinn var í miklu jafnvægi framan af en Alba tókst að skilja andstæðingana eftir í þriðja leikhluta. Lokastaða 84-93.

Martin Hermannsson var líkt og áður frábær fyrir Alba en hann endaði með 12 stig og sex stoðsendingar í leiknum. Martin lék nærri 25 mínútur og var í byrjunarliði Berlínarliðsins.

Berlín er í þriðja sæti einu sæti á eftir Oldenburg og því um mikilvægan sigur að ræða. Bayern Munchen eru hinsvegar í sérflokki en sem komið er og hafa ekki tapað leik.