Lykilleikmaður 15. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Tindastóls, Viðar Ágústsson. Á 25 mínútum spiluðum í glæsilegum sigri á toppliði Njarðvíkur skilaði Viðar 10 stigum, 5 fráköstum og stolnum bolta. Þá var Viðar sá leikmaður Tindastóls sem liðinu gekk best með á vellinum, en í eins stigs sigri vann liðið þær mínútur sem hann spilaði með tólf stigum.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður ÍR, Kevin Capers, leikmaður Þórs, Kinu Rochford og leikmaður Stjörnunnar, Brandon Rozzell.