Lykilleikmaður 14. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Þórs, Kinu Rochford. Í glæsilegum endurkomusigri Þórs á KR var Rochford frábær. Á tæpum 35 mínútum spiluðum skilaði hann 30 stigum, 12 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti. Þá var hann einnig nokkuð skilvirkur sóknarlega, þar sem skotnýting hans af vellinum var 67% og 83% af vítalínunni.

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Stjörnunnar, Hlynur Bæringsson, leikmaður Hauka, Hjálmar Stefánsson og leikmaður Keflavíkur, Michael Craion.