Lykilleikmaður 17. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir. Á rúmum 34 mínútum spiluðum í góðum sigri á toppliði KR skilaði Helena 33 stigum, 14 fráköstum, 6 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Valur lang heitasta lið deildarinnar eftir að Helena gekk til liðs við það, búnar að sigra síðustu 7 leiki í deild og eru komnar í undanúrslit Geysisbikarsins.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins, leikmaður Hauka, LeLe Hardy og leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez.