Lykilleikmaður 12. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Njarðvíkur, Elvar Már Friðriksson. Í þriggja stiga sigri á Keflavík, 85-88, skilaði Elvar flottri frammistöðu. Skoraði 32 stig, tók 12 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Þá var skotnýting hans til fyrirmyndar, en hann setti 60% þriggja stiga skota sinna í leiknum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Stjörnunnar, Brandon Rozzell, leikmaður Grindavíkur, Jordy Kuiper og leikmaður Þórs, Kinu Rochford.