Lykilleikmaður 13. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Tindastóls, Danero Thomas. Í framlengdum sigurleik á Val í Síkinu var Thomas frábær. Á rúmum 34 mínútum spiluðum skilaði hann 23 stigum, 10 fráköstum og 4 stolnum boltum. Þá setti hann einnig mjög erfitt skot til þess að senda leikinn í framlenginu.

Hérna má sjá ótrúlega jöfnunarkörfu Thomas úr leiknum

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður KR, Julian Boyd, leikmaður Njarðvíkur, Elvar Már Friðriksson og leikmaður Grindavíkur, Sigtryggur Arnar Björnsson.