Lykilleikmaður 15. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Vals, Ásta Júlía Grímsdóttir. Á tæpum 24 mínútum spiluðum í risastórum sigri Vals á Skallagrím skilaði Ásta 12 stigum, 8 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Þá var skotnýting hennar til fyrirmyndar í leiknum, en 71% skota hennar rötuðu rétta leið.

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður KR, Kiana Johnson og leikmaður Keflavíkur, Brittanny Dinkins.