Það getur ýmislegt komið upp á í körfuboltaleik. Birna Valgerður Benónýsdóttir þurfti að fara af velli í seinni hálfleik með slitna skóreim. Það verður væntanlega varareim í næsta leik Keflavíkur en í kvöld var ekkert slíkt að finna. Það mátti sjá áhorfendur byrja að afreima skóna sína en Ólafur Örvar Ólafsson varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var fyrri til og reddaði Birnu sem kláraði leikinn með eina svara og eina hvíta reimi.

Nú spyrja menn sig hvort þetta hafi kannski verið lukku reimi, því Keflvíkingar sneru leiknum við og unnu.