Einn leikur er á dagskrá 15. umferðar Dominos deildar karla í kvöld. Umferðin hófst í gær með fjórum leikjum, þar sem að KR, Þór, Haukar og ÍR náðu í sigra. Í kvöld er svo leikur Njarðvíkur og Tindastóls í Ljónagryfjunni. Umferðin endar svo með leik Keflavíkur og Stjörnunnar í Mathús Garðabæjarhöllinni komandi sunnudag.

Fyrir leik kvöldsins er Njarðvík í efsta sæti deildarinnar með 26 stig, Tindastóll er sæti neðar með 22. Aðeins sjö umferðir eftir af deildarkeppninni eftir að þessari 15. umferð lýkur. Því verður að telja líklegt að nái Njarðvík að sigra leik kvöldsins, séu þeir nánast að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þetta árið.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Dominos deild karla:

Njarðvík Tindastóll – kl. 20:15