Lokaleikur 15. umferðr Dominos deildar karla fer fram í kvöld þegar að Stjarnan tekur á móti Keflavík í Mathús Garðarbæjarhöllinni kl. 19:15.

Fyrir leikinn eru liðin á svipuðu róli í deildinni. Stjarnan tveimur stigum fyrir ofan Keflavík í þriðja sæti deildarinnar.

Í fyrri umferðinni mættust liðin í Keflavík þann 25. október síðastliðinn. Þann leik sigraði Keflavík með 68 stigum gegn 66. Nokkrar breytingar hafa þó orðið á liðunum í vetur, en bæði lið hafa bætt við sig erlendum leikmönnum síðan þá.

Staðan í deildinni

Leikur dagsins

 
Dominos deild karla:
 
Stjarnan Keflavík – kl. 19:15