Tveir leikir fara fram í 1. deildum karla og kvenna í dag, en báðir leikirnir fara fram í Dalhúsum í Grafarvogi.

Fyrri leikur kvöldsins hefst klukkan 18, en þá taka Fjölnismenn á móti Hamri úr Hveragerði í 1. deild karla. Einungis munar 4 stigum á liðunum í öðru og sjötta sæti í 1. deild karla, en Fjölnismenn sitja í 3. sæti með 18 stig, á meðan Hamarsmenn sitja í því fimmta með 16. Með sigri gætu Hvergerðingar hins vegar lyft sér upp í annað sæti deildarinnar.

Seinni leikurinn hefst svo klukkan 20, en þá taka Fjölniskonur á móti Njarðvík í 1. deild kvenna. Fyrir leik tróna Fjölniskonur á toppi 1. deildar með 18 stig, en gestirnir sitja í fjórða sæti með 12 stig.

Leikir dagsins

 
1. deild karla:
Fjölnir Hamar – kl. 18:00
1. deild kvenna:
Fjölnir Njarðvík – kl. 20:00