Fimmtánda umferð Dominos deildar kvenna fer af stað í kvöld með fjórum leikjum.

Haukar sem unnu góðan sigur á Skallagrím til að hefja árið mæta toppliði KR á sínum heimavelli. Valsarar sem eru á gríðarlegri siglingu fá Skallagrím í heimsókn.

Breiðablik fær Snæfell í heimsókn en viðureignir þessara liða síðustu ár hafa verið ansi skemmtilegar og iðulega spennandi til loka. Að lokum eru það Keflvíkingar sem fá Stjörnuna í heimsókn í Blue höllina.

Fjallað verður um leiki kvöldsins á Körfunni.

Leikir dagsins:

Dominos deild kvenna:

Haukar – KR kl 19:15

Valur – Skallagrímur kl 19:15

Breiðablik – Snæfell kl 19:15

Keflavík – Stjarnan kl 19:15