Átjánda umferð Dominos deildar kvenna fer fram í kvöld með fjórum leikjum. Nokkur spenna er komin á toppi og botni og er allt útlit fyrir mikla baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Í Hafnarfirði mætast Haukar og Keflavík. Haukar hafa verið að ná takti uppá síðkastið og geta komist upp fyrir Skallagrím með sigri. Valsarar sem hafa nú unnið sjö leiki í röð í deildinni fá botnlið Blika í heimsókn.

Borgnesingar hafa harma að hefna þegar Stjarnan mætir í Fjósið en garðbæingar völtuðu yfir Skallagrím í bikarnum fyrir stuttu. Að lokum er stórleikur í DHL-höllinni þar sem Snæfell mætir. Hólmarar hafa einungis unnið einn leik í deildinni á árinu 2019 og þurfa að ná í sigur ef þær ætla að halda í við toppsætin.

Fjallað verður um leikina á Körfunni í kvöld:

 

Leikir dagsins

Dominos deild kvenna:
 
Haukar – Keflavík kl 19:15
Valur – Breiðablik kl 19:15
Skallagrímur – Stjarnan kl 19:15
KR – Snæfell kl 19:15