Þrettánda umferð Dominos deildar karla fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Nokkrir stórir leikir fara fram en hvert stig verður mikilvægara nú þegar nær dregur lokum deildarkeppninnar.

Grindavík hefur harma að hefna þegar Skallagrímur mætir í Mustad höllina. Borgnesingar unnu fyrri viðureign þessara liða en sitja í 11. sæti deildarinnar í dag.

Tindastóll fær Val í heimsókn en það er fyrsti leikur Valsara án Kendall Lamont. Óvíst er um þátttöku Uralds King í leiknum en hann meiddist illa í leiknum gegn Þór Þ í síðustu umferð.

Stjarnan tekur á móti Breiðablik í nágrannaslag en Stjarnan vann fyrri viðureign liðanna í spennandi viðureign. Þá fær Einar Árni sína fyrrum lærisveina í heimsókn er Njarðvík mætir Þór Þ.

Fjallað verður um leiki kvöldsins á Körfunni í dag.

Leikir dagsins:

Dominos deild karla

Stjarnan – Breiðablik – kl. 19:15

Grindavík – Skallagrímur – kl. 19:15

Njarðvík – Þór Þ – kl. 19:15

Tindastóll – Valur – kl. 19:15