Í kvöld fara fram síðustu þrír leikir sextándu umferðar Dominos deildar kvenna.

Í Hafnarfirði taka Íslandsmeistarar Hauka á móti Val, Breiðablik heimsækir Skallagrím í Borgarnesi og í DHL Höllinni í Vesturbænum fer fram viðureign Stjörnunnar og KR.

Í fyrsta leik umferðarinnar lagði Keflavík lið Snæfell og komst þar með upp að hlið KR í efsta sæti deildarinnar. Sigri KR leik sinn í kvöld, ná þær því aftur að verða einar í toppsætinu. Sá leikur einnig gríðarlega mikilvægur fyrir Stjörnuna, sem berst fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Dominos deild kvenna:

Haukar Valur – kl. 19:15

Skallagrímur Breiðablik – kl. 19:15

KR Stjarnan – kl. 19:15