Fjórtánda umferð Dominos deildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Mikið er undir í báðum leikjum enda fer að styttast í annan enda deildarkeppninnar.

Smárinn er vígvöllur Blika er liðið fær ÍR í heimsókn. ÍR vann fyrri leik liðanna en sigur Hauka í gær gerir það að verkum að nú eru átta stig úr fallsæti fyrir Blika.

Grindavík hefur harma að hefna þegar þeir heimsækja Keflavík en liðin mættust fyrr í vetur þar sem Keflavík valtaði yfir Grindvíkinga 62-97.

Þá fara þrír leikir fram í 1. deild karla þar sem spennan er mikil við toppinn en Þór getur bætt í forystu sína á toppnum með sigri á Snæfell.

Leikir kvöldsins:

Dominos deild karla:

Breiðablik – ÍR – kl. 18:30

Keflavík – Grindavík – kl. 20:15

1. deild karla:

Þór – Snæfell – kl. 19:15

Hamar – Vestri – kl. 19:15

Sindri – Selfoss – kl. 20:00