Risaslagur fer fram í Dominos deild karla í kvöld en þá lýkur tólftu umferð deildarinnar með einum leik.

Líklega stærsti nágrannaslagur deildarinnar verður í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Njarðvík. Þessi lið hafa oft eldað grátt silfur og ljóst að meira er í húfi en bara tvö stig í sveitafélaginu í kvöld.

Fyrri leikur liðanna var einmitt í fyrstu umferð þar sem Njarðvík vann 97-90 með frábærum lokasprett. Elvar Már Friðriksson var þá ekki með Njarðvík en þá mun Keflavík frumsýna litháenan Mindaugas Kacinas í kvöld.

Leikurinn hefst kl 19:15 og fer fram í Blue-höllinni í Keflavík. Leiknum verður gerð góð skil hér á Körfunni