Átta liða úrslit Geysisbikars karla fer af stað í dag með þremur leikjum. Þar mun koma í ljós hvaða lið komast í Höllina.

Í Breiðholti mæta Borgnesingar í heimsókn en ÍR hefur harma að hefna eftir ævintýralegan sigur Skallagríms í Fjósinu fyrr í vetur. Fyrstu deildar lið Vestra sem sló Hauka út í síðustu umferð heimsækir topplið Njarðvíkur.

Stórleikur dagsins er svo þegar KR fær Grindavík í heimsókn. Viðureignir þessara liða síðustu ár hafa verið æsispennandi og skemmtilegar, því má eiga von á æsilegum leik í kvöld.

Fjallað verður um leiki dagsins á Körfunni í kvöld.

Leikir dagsins:

Geysisbikar karla – Átta liða úrslit

ÍR – Skallagrímur – kl. 19:15

Njarðvík – Vestri – kl. 19:15

KR – Grindavík – kl. 19:15