Hvergerðingar hafa samið við leikmennina Kristófer Gíslason og Ragnar Jósef Ragnarsson um að leika með liðinu út tímabilið.

Ragnar er 21. árs uppalinn KR-ingur en kemur frá Blikum. Ragnar var stór partur af liði Blika sem tryggði Dominos deildar sæti í fyrra eftir einvígi gegn einmitt Hamri. Ragnar kemur á venslasamning út tímabilið

Ragnar skoraði í fyrra rúmlega 10 stig að meðaltali í leik en hefur spilatíminn verið minni í vetur og farið úr 23 í um 4.

Kristófer Gíslason hefur einnig samið við liðið en hann er 22 ára og átti frábæran vetur með liði Skallagríms í fyrra sem vann 1.deildina í fyrra, skoraði að meðaltali 13.7 stig og tók 4.8 fráköst.

Kristófer hefur verið í minna hlutverki það sem af er vetri og skorað 2.9 stig á tæpum 10 mínutum það sem af er vetri með Borgnesingum

Fyrsti leikur þeirra félaga verður strax á morgun gegn toppliði Þórs á Akureyri fyrir Norðan.