Grindavík tapaði fyrr í kvöld gegn Keflavík í 14. umferð Dominos deildar karla. Liðið situr í 7. sæti með 12 stig.

Einungis sjö leikmenn spiluðu meira en tvær mínútur í leiknum og breidd liðsins alls ekki nægilega góð. Í samtali við Vísi.is fyrr í kvöld staðfesti hann að nýr leikmaður kæmi til liðsins á morgun og hann væri „af íslensku bergi brotinn“.

Í Körfuboltakvöldi rétt þessu svo greint frá því að þessi leikmaður væri Ingvi Þór Guðmundsson. Hávær orðrómur hefur verið í dag um að leikmaðurinn væri að snúa aftur í Grindavík. Fregnirnar hafa ekki verið staðfestar af Grindavík eða leikmanninum.

Ingvi hefur leikið með Saint Louis háskólanum fyrri part tímabilsins en hefur ekki fengið mörg tækifæri uppá síðkastið. Ingvi var lykilleikmaður fyrir Grindavík á síðustu leiktíð og var með 10,9 stig og 3,6 stoðsendingar á síðustu leiktíð. Ljóst er að hann myndi styrkja lið Grindavíkur gríðarlega fyrir endasprettinn í Dominos deild karla.