Fjölnir styrkti lið sitt á dögunum fyrir komandi átök í 1. deild kvenna er liðið samdi við tvo leikmenn. Þetta var tilkynnt á facebook síðu liðsins fyrr í dag.

Þetta eru þær Heiða Hlín Björnsdóttir og Hulda Ósk Bergsteinsdóttir sem leika með liðinu í kvöld er Fjölnir mætir ÍR.

Akureyringurinn Heiða Hlín kemur frá Snæfell þar sem hún hefur leikið fyrri hluta þessa tímabils. Lengst af hefur hún spilað með Þór Ak við góðan orðstýr.

Hulda Ósk Bergsteinsdóttir kom til liðs við Fjölni frá Breiðablik en hún er uppalin hjá Njarðvík þaðan sem hún fór til Blika fyrir tímabilið. Hulda hefur spilað með U16, U18, U20 landsliðum Íslands.