Breiðablik hefur styrkt sig fyrir komandi átök í Dominos deild kvenna. Liðið hefur samið við erlendan leikmann sem mun leika með liðinu út tímabilið.

Florencia Palacios hefur skrifað undir hjá félaginu en hún kemur frá Stjörnunni. Flo lék með Stjörnunni fyrri hluta tímabilsins og var með 12 stig, 4 fráköst og eina stoðsendingu að meðaltali í leik.

Florencia meiddist í lok árs og verður eitthvað frá leik. Hún er 33 ára gömul og hefur leikið um alla evrópu. Flo setti eftirminnilega sjö þriggja stiga körfur í átta tilraunum í fyrsta leik sínum í deildinni gegn Keflavík.