Flyers Wels unnu annan útisigurinn í röð í Austurrísku Bundesligunni er liðið vann Vienna Timberwolves.

Dagur Kár kom öflugur inn af bekknum og endaði með 14 stig og þrjár stoðsendingar á 16 mínútum sem hann lék. Leiknum lauk með 81-115 sigri Wels.

Wels hafa verið að finna fjölina á ný eftir dapurt tímabil í lok síðasta árs. Liðið hefur unnið tvo af þremur fyrstu leikjum ársins, báða á útivelli.

Dagur Kár og félagar sitja í áttunda sæti deildarinnar, einum sigurleik frá Vienna D.C. Timberwolves.