Í hverri viku munu sérfræðingar Körfunnar spá fyrir um hverja umferð í Dominos deildunum. Sérfræðingarnir verða fyrrum körfuboltamenn, þjálfarar, áhugamenn eða einhver allt annar.

Fimmtánda umferð Dominos deildar kvenna fer af stað í kvöld með fjórum leikjum. Taflan er farin að skýrast að einhverju leiti en spennan er samt ráðandi í öllum leikjum.

Til gamans má geta að Heiðrún Kristmundsdóttir, síðasti spámaður Körfunnar var með alla leikina rétta fyrir jól.

Spámaður vikunnar er Bryndís Gunnlaugsdóttir leikmaður ÍR og sérfærðingur í podcastinu Aukasendingin á Körfunni.

________________________________________________________________________

Haukar – KR

Bæði lið mætt til leiks eftir að hafa byrjað árið á góðum sigri, Haukar unnu Skallagrím í spennandi leik en KR vann öruggan sigur á Keflavík. Samkvæmt töflunni ætti þetta að vera öruggur sigur fyrir KR en ég held að Haukar eigi eftir að stríða KR og mæta með sjálfstrausti úr síðasta leik og nýr erlendur leikmaður með liðinu. Þetta verður því jafn leikur en KR mun hægt og rólega síga fram úr og vinna með 10 stigum.

Valur – Skallagrímur

Bæði lið eru búin að vera að finna taktinn eftir breytingar, Valur fékk inn Helenu en Skallagrímur komin með nýjan þjálfara og erlendan leikmann. Valsliðið lítur hrikalega vel út eftir komu Helenu og held ég að Valur vinni örugglega eftir jafnan fyrri hálfleik. Valur vinnur með 25 stigum.

Breiðablik – Snæfell

Liðin eru á ólíkum stað í deildinni og Blikar spiluðu seinasta leik án Kelly Faris sem hefur verið þeirra besti leikmaður. Ég geri ráð fyrir því að hún verði ekki með í kvöld og þótt ég hafi mikla trú á þessu Blika-liði og er sannfærð um að þær eigi eftir að vinna fleiri leiki í vetur þá er Snæfellsliðið einfaldlega of sterkt lið. Snæfell vinnur með 15 stigum.

Keflavík – Stjarnan

Þetta verður leikur umferðarinnar. Keflavíkurstúlkur vilja sanna sig eftir slæmt tap fyrir KR og Stjarnan er í hörkubaráttu um að halda sig í topp 4 sætum deildarinnar til að komast í úrslitakeppni. Seinasti leikur þessara liða var mjög spennandi og mikil spenna og barátta í liðunum og minnti leikurinn meira á leik í úrslitakeppni en snemma í deildarkeppni. Danielle og Brittanny munu skila sínu og því mun það lið vinna þar sem aðrir leikmenn stíga upp og taka þátt í leiknum. Það lið sem skorar síðustu körfuna vinnur með 2 stigum og það verður Stjarnan.

Spámenn tímabilsins: 

  1. umferð – Anna María Sveinsdóttir (1 réttur)

3. umferð – Elín Sóley Hrafnkelsdóttir (1 réttur)

5. umferð – Signý Hermannsdóttir (4. réttir)

7. umferð – Helga Einarsdóttir (3 réttir)

10. umferð – Margrét Ósk Einarsdóttir (2 réttir)

13. umferð – Heiðrún Kristmundsdóttir (4 réttir)