Hinn kostulegi risi Boban Marjanovic hefur vakið athygli síðustu ár í NBA deildinni. Ekki einungis fyrir framfarir sínar á körfuboltavellinum heldur einnig fyrir kostulegar uppákomur innan sem utan vallar.

Þessi miðherji Los Angeles Clippers þykir með allra skemmtilegustu karakterum deildarinnar. Í nótt mætti hann til leiks á fjórhjóli sínu, ekki beinlínis í sinni stærð.

Los Angeles tapaði leiknum hinsvegar fyrir New Orleans Pelicans 121-117. Boban lék ekki í leiknum.