BIBA körfuboltabúðirnar 2019 að hefja skráningu

Opið hefur verið fyrir skráningar í BIBA 2019 (Borche Ilievski Basketball Academy, Körfuboltaakademía Borche Ilievski). Körfuboltabúðirnar eru í La Linea de la Concepcion á Spáni fyrir stúlkur og drengi á aldrinum 12 til 18 ára.

Takmarkaður fjöldi verður í búðunum svo að gæði þjálfunarinnar verði sem mest og ákefðin góð á öllum æfingum.

Leikmönnum er skipt upp í hópa eftir aldri og getu. Þjálfarar búðanna eru frá Serbíu, Ítalíu, Frakklandi, Spáni, Íslandi, Makedóníu og Rúmeníu og eru hver öðrum betri.

Skráningar eru hafnar! Fyrir frekari upplýsingar hafið samband í ilievskib@yahoo.com (8637068) eða í arnieggert12@gmail.com