Adam Smári til Vestra

Adam Smári Ólafsson hefur skrifað undir samning hjá Vestra. Adam sem er 21 árs var í herbúðum Hauka og var að spila rúmar 6 mínútur að meðaltali í dominos deild karla. Adam var með um 2 stig og rúmt frákast þar. Hann var einnig á venslasamning hjá Selfoss í 1. deildinni þar sem hann var að spila rúmar 20 mínútur og skilaði rúmum 4 stigum og 2 fráköstum.

Adam spilaði með Vestra á síðasta tímabili og var Þá með rúmar 18 mínútur að meðaltali í leik. Greint er frá vistarskiptunum á heimasíðu Vestra.