Körfuboltaárinu 2018 fer senn að ljúka en um áramót er hefð að líta um öxl og sjá hvað stóð uppúr á árinu. Podcöst Körfunnar hafa hlotið miklar vinsældir á árinu sem er að líða og eru í dag einn mikilvægustu hlutum síðunnar.

Podcast Körfunnar er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á afsláttarkóðann Karfan.is þegar pantað er með appi eða í gegnum Dominos.is.

Endilega fylgið Podcasti Körfunnar á iTunes.

Hér að neðan má finna tíu vinsælustu podcast þætti ársins.

  1. Margrét Sturlaugsdóttir í spjalli: “Körfuboltinn gefur mér eitthvað”

Í vinsælasta podcasti ársins á Körfunni ræðir Margrét Sturlaugsdóttir um ferilinn og körfubolta. Margrét var í miðri krabbameinsmeðferð þegar þátturinn var tekinn upp og var baráttan rædd.

Hlustaðu á þáttinn hér

2. Önnur ótímabær kraftröðun Dominos deildar karla

Í byrjun undirbúningstímabilsins var farið yfir stöðuna á liðunum og svokallaða ótímabæra kraftröðun. Gestur þáttarins var Halldór Karl Þórsson.

Hlustaðu á þáttinn hér

3. 1 á 1: Ari Gunnarsson

Ari Gunnarsson var gestur þáttarins 1 á 1 nokkrum dögum eftir að hann var látinn fara sem þjálfari Skallagríms í Dominos deild kvenna. Farið er yfir feril Ara auk atburðir viknana á undan brottrekstrinum voru kunngjörðir.

Hlustaðu á þáttinn hér

4. Upphitun fyrir Dominos deild karla með Hrafni Kristjánssyni

Farið var yfir öll lið Dominos deildar karla rétt áður en mótið hófst. Spáð í spilinn og breytingarnar á liðunum krufnar. Gestur þáttarins var Hrafn Kristjánsson þjálfari Álftanes.

Hlustaðu á þáttinn hér

5. Sveinbjörn Claessen í spjalli (fyrri hluti): Ég hefði ekki verið tekinn svona af lífi

Sveinbjörn Claessen leikmaður ÍR ákvað að leggja skóna á hilluna síðasta vor eftir 13 ára farsælan feril. Hann settist niður með ritstjórum Körfunnar og gerði upp ferilinn.

Hlustaðu á þáttinn hér

Næstu fimm þættir voru: 

6. 1 á 1: Kristófer Acox

   Hlustaðu á þáttinn hér

7. Aukasendingin þáttur 1: Hverjir hafa valdið vonbrigðum – Leiðinlegasti leikur aldarinnar?

   Hlustaðu á þáttinn hér

8. Jón Arnór í spjalli: Vill stíga frá leiknum áður en ég verð gæjinn sem er ekki inná í lokin

   Hlustaðu á þáttinn hér

9. Martin: Allt gerist af ástæðu

   Hlustaðu á þáttinn hér

10.Raggi Nat í ítarlegu spjalli – „Vonbrigðatímabil í Njarðvík en mjög þroskandi“

   Hlustaðu á þáttinn hér