10 leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Amway höllinni í Orlando sigruðu heimamenn topplið Toronto Raptors, 116-87. Með tapinu færast Raptors (70,3%) niður í annað sæti deildarinnar, en Milwaukee Bucks (70,3%) eru nú með besta sigurhlutfallið í fyrsta sætinu. Magic eru sem áður í harðri baráttu um að koma sér í úrslitakeppnina, tveimur sætum frá því, með 15 sigra og 19 töp (44,1%) það sem af er tímabili.

Miðherjinn Nikola Vucevic allt í öllu fyrir töframennina frá Orlando, skilaði 30 stigum, 20 fráköstum og 8 stoðsendingum á aðeins 33 mínútum spiluðum í leiknum. Serge Ibaka bestur í liði Raptors, með 17 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Brooklyn Nets 87 – 100 Charlotte Hornets

Detroit Pistons 88 – 125 Indiana Pacers

Toronto Raptors 87 – 116 Orlando Magic

Chicago Bulls 101 – 92 Washington Wizards

Cleveland Cavaliers 94 – 118 Miami Heat

Atlanta Hawks 123 – 120 Minnesota Timberwolves

Dallas Mavericks 112 – 114 New Orleans Pelicans

San Antonio Spurs 99 – 102 Denver Nuggets

Oklahoma City Thunder 118 – 102 Phoenix Suns

LA Clippers 118 – 107 Los Angeles Lakers