Elleftu umferð Dominos deildar kvenna lauk í kvöld með tveimur leikjum þar sem toppliðin mættust.

Stjarnan og Skallagrímur mættust í Garðabæ þar sem Stjarnan seig framúr í lokin eftir jafnan leik. Toppliðin fyrir umferðina, Snæfell og KR mættust í Stykkishólmi þar sem Snæfell vann öruggan sigur.

Í 1. deild kvenna eru Grindavík áfram á góðri siglingu þar sem liðið vann Tindastól.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild kvenna:

Stjarnan 73-62 Skallagrímur

Snæfell 64-46 KR

  1. deild kvenna: 

Hamar 59-74 Njarðvík

Grindavík 94-66 Tindastóll

ÍR 43-55 Þór Akureyri