Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í gær og í nótt.

Í Oracle Höllinni í Oakland sigruðu Los Angeles Lakers heimamenn í Golden State Warriors þrátt fyrir að missa stjörnuleikmann sinn, LeBron James, út úr leiknum í þriðja leikhluta vegna meiðsla. Mikill liðssigur fyrir Lakers, þar sem Rajon Rondo fór fremstur í flokki með 15 stigum, 5 fráköstum og 10 stoðsendingum. Fyrir meistara Warriors var það Kevin Durant sem dróg vagninn með 21 stigi, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Það helsta úr leiknum:

 

Hér má sjá hvenær stuðningsmenn meistaranna voru búnir að fá nóg:

Staðan í deildinni

Úrslit Jóladags:

Milwaukee Bucks 109 – 95 New York Knicks
Oklahoma City Thunder 109 – 113 Houston Rockets
Philadelphia 76’ers 114 – 121 Boston Celtics
Los Angeles Lakers 127 – 101 Golden State Warriors
Portland Trail Blazers 96 – 117 Utah Jazz