Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Amway höllinni í Orlando sigruðu heimamenn í Magic lið Detroit Pistons, 109-107. Leikurinn sá annar sem liðið sigrar í röð, en þeir eru sem stendur í 9. sæti Austurdeildarinnar. Aðeins einum sigri fyrir aftan Pistons, sem eru í úrslitakeppnissæti.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur liðanna spennandi, en úrslit hans réðust ekki fyrr en í lokin, þegar að frakkinn Evan Fournier setti niður sigurkörfuna. Leikstjórnandinn D.J. Augustin atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum með 26 stig og 8 stoðsendingar. Fyrir Pistons var Andre Drummond fremstur í annars nokkuð jöfnu liði með 14 stig og 15 fráköst.

Sigurkarfa Fournier:

Það helsta úr leiknum:

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Detroit Pistons 107 – 109 Orlando Magic

Minnesota Timberwolves 113 – 104 Miami Heat

Chicago Bulls 89 – 95 Toronto Raptors

Oklahoma City Thunder 103 – 105 Dallas Mavericks

Philadelphia 76ers 95 – 129 Portland Trail Blazers

Sacramento Kings 114 – 121 Los Angeles Lakers