Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Oracle höllinni í Oakland töpuðu heimamenn í Golden State Warriors fyrir liði Portland Trail Blazers, 109-110. Jusuf Nurkic atkvæðamestur fyrir gestina í leiknum með 27 stig og 12 fráköst, á meðan að Stephen Curry dróg vagninn fyrir Warriors með 29 stigum, 5 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn einkar spennandi, en þristur Damian Lillard þegar um 5 sekúndur voru eftir innsiglaði sigur Trail Blazers eins og sjá má hér fyrir neðan.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Boston Celtics 113 – 127 Houston Rockets

New York Knicks 96 – 112 Milwaukee Bucks

Los Angeles Lakers 116 – 117 Sacramento Kings

Philadelphia 76ers 114 – 97 Utah Jazz

Portland Trail Blazers 110 – 109 Golden State Warriors