Sextán liða úrslitum Geysisbikar karla lauk í kvöld með þremur leikjum. Stærsti leikur kvöldsins fór fram í Þorlákshöfn.

Í Geysisbikar kvenna fóru fram tveir leikir. Í Keflavík mættust toppliðin í Dominos deildinni og 1. deild kvennar þegar Fjölnir kom í heimsókn. Keflavík var einfaldlega of stór biti fyrir Fjölni í kvöld. Þá unnu Haukar nauman sigur á Grindavík.

Hörkuleikur fór fram í Þorlákshöfn þar sem Njarðvík sló Þór Þ úr leik í Geysisbikar karla. Njarðvík seig framúr í seinni hálfleik eftir að leikurinn hafði verið jafn um miðjan leik.

Nánar verður fjallað um leiki kvöldsins á Körfunni síðar í kvöld.

Úrslit kvöldsins:

Geysisbikar kvenna:

Keflavík 121-61 Fjölnir

Haukar 72-67 Grindavík

Geysisbikar karla:

Þór Þ 76-96 Njarðvík