Þrír leikir fóru fram í Dominos deild kvenna í kvöld. Í Borgarnesi sigraði Skallagrímur lið Snæfells, í DHL Höllinni í Vesturbænum lagði KR lið Breiðabliks og í Hafnarfirði bar Stjarnan sigurorð af Haukum.

Missti Snæfell af gullnu tækifæri til að taka forystu í deildinni, en eftir leiki kvöldsins eru þær jafnar KR og Keflavík í efsta sætinu með 18 stig eftir 12 umferðir.

Síðasti leikur 12. umferðarinnar fer fram á föstudaginn, en þá mæta bikarmeistarar Keflavíkur liði Vals í Origo Höllinni.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

Haukar 60 – 73 Stjarnan

Skallagrímur 90 – 87 Snæfell

KR 76 -73 Breiðablik