Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Í Staples höllinni í Los Angeles lágu heimamenn í Clippers fyrir liði San Antonio Spurs, 111-122. Lið Spurs byrjað þetta tímabil afleitlega, en virðast að einhverju leyti vera að ná vopnum sínum til baka, nú búnir að sigra 7 af síðustu 10 leikjum sínum og aðeins einu sæti frá þátttöku í úrslitakeppni. Lið Clippers hinsvegar á öfugri leið, búnir að tapa 6 af síðustu 10 og að færast niður fyrir miðja deild eftir að hafa verið í toppsætunum í byrjun tímabils.

LaMarcus Aldridge potturinn og pannan í þessum sigri Spurs manna, með 38 stig og 7 fráköst á 36 mínútum spiluðum í leiknum. Fyrir heimamenn var það ítalinn Danilo Gallinari sem dróg vagninn með 21 stigi og 9 fráköstum.

Staðan í deildinni

Úrslit næturinnar:

Brooklyn Nets 115 – 129 Milwaukee Bucks

Houston Rockets 108 – 104 New Orleans Pelicans

Charlotte Hornets 126 – 130 Washington Wizards

Cleveland Cavaliers 108 – 111 Atlanta Hawks

Boston Celtics 112 – 103 Memphis Grizzlies

New York Knicks 97 – 129 Utah Jazz

Denver Nuggets 122 – 118 Phoenix Suns

Golden State Warriors 115 – 105 Portland Trail Blazers

San Antonio Spurs 122 – 111 LA Clippers