Sex leikir fara fram í Dominos deildum karla og kvenna í kvöld. Nokkur spenna var í leikjunum en þetta eru síðustu umferðirnar fyrir jólafrí.

Tveir leikir fóru fram í Dominos deild kvenna þar sem Grindavík stökk upp töfluna með sigri á ÍR. Þá færðist Stjarnan nær toppnum með sannfærandi sigri á Haukum.

Í Dominos deild kvenna er Valur komið í úrslitakeppnissæti og stelur því af Stjörnunni eftir sigur á Garðbæingum í kvöld. Toppliðin þrjú, Snæfell, Keflavík og KR unnu einnig góða sigra.

Öll úrslit kvöldsins má finna hér að neðan:

Leikir dagsins:

Dominos deild karla:

ÍR 76- 101 Grindavík 

Stjarnan 100-89 Haukar

Dominos deild kvenna:

Stjarnan 73-84 Valur

Snæfell 75-58 Haukar

Keflavík 100-85 Breiðablik

Skallagrímur 74-81 KR