Síðustu keppnisleikjum KKÍ þetta árið er lokið. Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld.

Hamar vann Snæfell örugglega á heimavelli en nágrannar þeirra Selfoss töpuðu gegn Fjölni á heimavelli.

Þá vann Vestri lið Sindra í ferðalagaleik dagsins. Munurinn var tíu stig að lokum en Vestri hafa verið að ná vopnum sínum uppá síðkastið.

Leikir dagsins: 

1. deild karla:

Hamar 105-70 Snæfell

Selfoss 81-85 Fjölnir

Sindri 66-76 Vestri