Sextán liða úrslit Geysisbikarsins fóru af stað í dag þar sem leikið er í bæði karla- og kvennaflokki.

Fyrsti leikurinn fór fram fyrr í dag þar sem Grindavík fór auðveldlega í gegnum stjörnumprýtt lið Njarðvíkur B. Lokastaðan 107-80, Hlynur Hreinsson var stigahæstur hjá Grindavík með 19 stig.

Gunnar Einarsson var stigahæstur hjá Njarðvík B með 18 stig en Magnús Þór Gunnarsson endaði með 14 stig, en hann skaut 14 þriggja stiga skotum í leiknum og hitti fjórum.

Fyrsti leikur í Geysisbikar kvenna er nýlokið en þar vann ÍR nauman sigur á Keflavík B í æsispennandi leik. Lokatölur voru 63-62 en Nína Jenný Kristjánsdóttir var stigahæst hjá ÍR með 25 stig.

Fleiri leikir eru í kvöld. Meðal annars úrvalsdeildarslagur Stjörnunnar og KR sem er nú í gangi.

Geysisbikar kvenna:

Stjarnan KR – kl. 16:00

Njarðvík Skallagrímur – kl. 14:30

Geysisbikar karla:

KR KRb – kl. 18:00

ÍR ÍA – kl. 18:00