Fjórir leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Í Garðabæ sigruðu heimamenn í Stjörnunni Íslandsmeistara KR, Tinastóll lagði Breiðablik í Smáranum, Njarðvík vann ÍR í Breiðholtinu og í Keflavík báru heimamenn sigurorð á Þór.

Leikmaður Tindastóls, Brynjar Þór Björnsson, setti með í leiknum gegn Breiðabliki þegar hann skoraði 16 þriggja stiga körfur. Bætti hann því deildarmet sem Frank Booker setti fyrir 27 árum síðan um eina körfu og íslenskt met Páls Axels Vilbergssonar um fjórar.

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins:

Stjarnan 95 – 84 KR

Breiðablik 82 – 117 Tindastóll

Keflavík 91 – 75 Þór

ÍR 88 – 94 Njarðvík