Geysisbikar kvenna hélt áfram að rúlla í dag þar sem úrvalsdeildarliðin Breiðablik og Snæfell komust áfram í 8 liða úrslit.

Á Sauðárkróki tóku heimakonur á móti Breiðablik. Leikurinn var tiltölulega jafn í fyrri hálfleik en Blikar unnu þriðja leikhluta 31-9 og þar með var leik lokið. Lokastaðan var 64-107.

Snæfell ferðaðist einnig á norðurlandið og spilaði gegn Þór á Akureyri. Hólmarar gerðu útaf við leikinn í fyrsta leikhluta sem þær unnu 3-32. Lokastaðan var 36-110.

Snæfell og Blikar eru þar með komin áfram í 8 liða úrslit ásamt ÍR, Val, Stjörnunni og Skallagrím.

Einum leik er lokið í Geysisbikar karla þar sem Vestri vann óvæntan sigur á úrvalsdeildarliði Hauka. Nánar verður fjallað um þann leik síðar á Körfunni.

Úrslit dagsins: 

Geysisbikar karla:

Vestri 87-83 Haukar

Geysisbikar kvenna:

Þór Ak 36-110 Snæfell

Tindastóll 64-107 Breiðablik